Hér er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá umræðum í borgarstjórn Reykjavíkur, en þar er svonefnt braggamál meðal annars til umræðu.
Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan.
D a g s k r á
á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur
þriðjudaginn 15. janúar 2019 í Ráðhúsi Reykjavíkur, kl. 14:00
1. Kosning fjögurra varaforseta borgarstjórnar
2. Umræða um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100 (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
3. Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins um að vísa skýrslu um Nauthólsveg 100 til héraðssaksóknara
4. Umræða um kynjaða fjárhagsáætlun (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
5. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um mikilvægar úrbætur sem lúta að stjórnsýslu Reykjavíkurborgar um aukna stjórnendaábyrgð, skilvirkari og ábyrgari upplýsingagjöf varðandi framkvæmdir og útgjöld og að skjalavarsla verði í samræmi við lög
6. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um íþróttastefnu til ársins 2030
7. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um breytingar á innkauparáði Reykjavíkur
8. Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að Reykjavíkurborg gangi að kröfum Starfsgreinasambands Íslands í kjarasamningum
9. Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að fundir borgarstjórnar hefjist kl. 10
10. Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að hækka upphæð fjárhagsaðstoðar til framfærslu
11. Kosning í velferðarráð
12. Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð
13. Kosning í stjórn Faxaflóahafna sf.
14. Fundargerð borgarráðs frá 20. desember 2018
Fundargerð borgarráðs frá 10. janúar
– 18. liður; deiliskipulag Stekkjarbakka Þ73
– 30. liður; samkomulag við Brú lífeyrissjóð um endurgreiðslu á framlögum borgarsjóðs
15. Fundargerð forsætisnefndar frá 11. janúar
– 1. liður; lausnarbeiðni Magnúsar Más Guðmundssonar
Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 8. janúar
Fundargerðir skipulags- og samgönguráðs frá 19. desember 2018 og 9. janúar