Brexit samningurinn kolfelldur, vantraust komið fram: Bein útsending

Brexit-samningur Theresu May forsætisráðherra var algjörlega kolfelldur í breska þinginu í kvöld. Er þetta eitthvað mesta áfall breskrar ríkisstjórnar og forsætisráðherra í samanlagðri stjórnmálasögu landsins, sem er ekki stutt.

Jeremy Corbin, leiðtogi verkamannaflokksins, tilkynnti undireins að hann hafi lagt fram vantrausttillögu gegn ríkisstjórn Theresu May og samkvæmt þingsköpum ber að greiða atkvæði um hana á morgun.