Breyt­ast mann­eskj­ur til hins verra við að verða kjörn­ir full­trú­ar?

Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins.

„Klaust­ur­málið svo­kallaða hef­ur varpað dimm­um skugga á síðasta mánuð árs­ins. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Von­brigðin voru mik­il að upp­götva hví­lík óheil­indi og und­ir­ferli geta leynst með kjörn­um full­trú­um sem maður hef­ur þrátt fyr­ir allt bæði treyst og virt eins og aðra meðborg­ara sína,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Inga segir í grein sem hún ritar í áramótablað Morgunblaðsins, sem kom út í morgun, að þeir þing­menn sem þarna áttu hlut að máli séu öll í hópi vinnu­fé­laga á Alþingi Íslend­inga.

„Ég er sorg­mædd yfir þessu öm­ur­lega máli. Það hef­ur vakið mig til um­hugs­un­ar um það á hvaða veg­ferð ís­lensk stjórn­mál eru.,“ segir hún.

„Ég hef líka velt því fyr­ir mér hvort þátt­taka í stjórn­mál­um sé mann­skemm­andi fyr­ir fólk? Breyt­ast mann­eskj­ur til hins verra við að taka þátt í störf­um sem kjörn­ir full­trú­ar? Dreg­ur sam­fé­lags­hlut­verk stjórn­mála­manns­ins slæma þætti fram í per­sónu­leika ein­stak­lings­ins? 

Ég á ekki svör við þess­um spurn­ing­um. Hitt veit ég þó að mér hugn­ast ekki slík stjórn­mál. Ég mun aldrei vera þátt­tak­andi í slík­um dansi og boðið var upp á á barn­um Klaustri eitt síðkvöld í endaðan nóv­em­ber,“ segir Inga Sæland.