Einar vill ekki slá borgarlínu út af borðinu

Borgarsstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson.

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri í Reykjavík, er ekki tilbúinn að slá verkefnið um borgarlínu út af borðinu. Hann telur hins vegar eðlilegt að endurskoða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins með tilliti til tímaáætlunar og fjármögnunar.

Þetta kemur fram í samtali við Einar í Morgunblaðinu í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt forsendur samgöngusáttmálans brostnar.

Sjálfstæðismenn hafa krafist umræðu í borgarstjórn í dag um borgarlínuna og samgöngusáttmálann.

Einar segir mikilvægast við samgöngusáttmálann sé sameinuð sýn og stefnu í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hvernig leysa megi umferðarvandann. Framsóknarflokkurinn, undir forystu hans, vann góðan sigur í síðustu borgarstjórnarkosningum, meðal annars á grunni kosningaloforða um breytingar í borgarmálunum. Eftir kosningar tók Framsóknarflokkurinn sæti Vinstri grænna í meirihlutasamstarfinu.