Forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu

Dr. Ólafur Ísleifsson alþingismaður. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Ólafur Ísleifsson, sem nú er þingmaður utan flokka eftir að honum var vísað á dyr í Flokki fólksins, var ómyrkur í máli á þingi í dag og vandaði Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, ekki kveðjurnar yfir málsmeðferð og kosningu á sérstökum varaforsetum vegna Klaustursmálsins.

„Ég tel mig ekkert hafa að óttast gagnvart siðanefnd. Til mín hafa ekki verið rakin ummæli sem eru meiðandi eða særandi í garð nokkurs manns. Ég hef ekki hallað orði á nokkurn mann,“ sagði Ólafur.

„En forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð. 

Ég vil lýsa samúð minni með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að hafa látið teyma sig út í þessar ógöngur sem þeir bersýnilega eru í,“ sagði Ólafur.