Forsetinn lætur „hjartað ráða för“ og hyggst ekki leita endurkjörs: Forsetakosningar í sumar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti óvænt í nýársávarpi sínu frá Bessastöðum í dag að hann hyggist ekki leita endurkjörs þriðja sinni þegar kjörtímabili hans lýkur um mitt ár. Því er ljóst að forsetakosningar verða í landinu í júní næstkomandi.

Ávarp forsetans var í anda áramótakveðju Margrétar Þórhildar Danadrottningar í gærkvöldi, þar sem hún þakkaði hvern dag þeirra fimmtíu og tveggja ára sem hún hefur setið. Guðni þakkaði ítrekað þá velvild og hlýju sem hann hefði notið, en sagðist ætla að láta „hjartað ráða för“ og hætta leik þá hæst stendur.

Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti Íslands árið 2016.