Gagnrýnir raforkusamning Landsvirkjunar: Heimurinn óður í að fara til fjandans

Andri Snær Magnason rithöfundur.

„Mikið vildi ég að Amor hefði skotið ör í rassinn á Orkumálastjóra um leið og hann ók yfir Sprengisand,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason í tilefni frétta af raforkusamningi Landsvirkjunar við nýtt gagnaver á Blönduósi.

„Hér er gerður samningur um 25MW sem fer til fyrirtækis sem leitar að Bitcoin sýndarpeningum. Á heimsvísu fer meiri orka í að leita að Bitcoin® heldur en nemur orkuþörf Hong Kong eða Nýja Sjálands. Er betra að leita að BullGulli® hér með ,,hreinni orku“ frekar en í Kína með kolaorku?,“ spyr rithöfundurinn.

„Í ljósi þess að þarna er hálf Hvalárvirkjun sem fer í BullGull® eða sem nemur tveimur Svartám þá er alveg ljóst að heimurinn er alveg óður í að fara til fjandans. Einu röklegu viðbrögðin við sturluðum heimi má finna í myndinni Woman at war / Kona fer í stríð. (Þá á ég auðvitað við endi myndarinnar. Að sá sem bjargar einu barni bjargar heiminum.)“