„Annaðhvort er þingflokkur aðili að ríkisstjórnarsamstarfi og styður þá utanríkisstefnu sem ríkisstjórn rekur – eða ekki og þá er ríkisstjórn sprungin. Flóknara er það ekki,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Eins og Viljinn hefur greint frá, hafa tvær stofnanir Vinstri grænna, annars vegar stjórn flokksins (sem forsætisráðherra er formaður í) og hins vegar þingflokkur (sem forsætisráðherra situr líka í) ályktað gegn aðgerðum Ísraelsmanna á Gasa, en yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda á alþjóðavettvangi eru þó annars eðlis.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur upplýst að afstaða Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið borin sérstaklega undir hana, en hún hafi þó átt samtöl við utanríkisráðherra um hana og skýrt ályktun þingflokks síns í málinu.