Helga Vala hættir og fer í lögmennsku: Margir orðaðir við framboð fyrir Samfylkingu

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir Reykja­vík norður, hyggst láta af þing­mennsku og snúa sér að lög­mennsku á nýj­an leik. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í forsíðuviðtali við Helgu Völu í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Helga Vala hef­ur setið á þingi frá hinum óvæntu þing­kosn­ing­um árið 2017 og var m.a. formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar árin 2021-2022. Samkvæmt heimildum Viljans hefur gustað í samstarfi hennar og nýs formanns flokksins, Kristrúnar Frostadóttur.

Helga Vala seg­ir að lög­mennsk­an hafi togað ákaf­ar í sig und­an­farið ár og hafn­ar því að deil­ur við Kristrúnu Frosta­dótt­ur, nýj­an formann flokks­ins, búi að baki. Hún blæs á all­ar sögu­sagn­ir:

„Þótt það sé vin­sælt að teikna upp þá mynd að tvær kon­ur geti ekki verið sam­an í her­bergi, þá er það bara ekki rétt og brott­för mín hef­ur ekk­ert með hana að gera,“ seg­ir Helga og ít­rek­ar að hún verði áfram dygg­ur fé­lagi í Sam­fylk­ing­unni.

Þing­setn­ing verður þriðju­dag­inn 12. sept­em­ber og segir í Morgunblaðinu, að Helga Vala hyggist af­henda for­seta Alþing­is bréf á mánu­dag þar sem hún af­sal­ar sér þing­mennsku. Varamaður henn­ar er Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir.

Heimildir Viljans herma að Kristrún Frostadóttir leggi áherslu á nokkra endurnýjun í þingliði flokksins að loknum næstu kosningum, sem gætu orðið fyrr en seinna miðað við ástandið í ríkisstjórninni.

Talið er að Logi Einarsson, fv. formaður flokksins sé öruggur í sessi í Norðausturkjördæmi og Jóhann Páll Jóhannsson, helsti stuðningsmaður Kristrúnar sömuleiðis hér á höfuðborgarsvæðinu.

Gert er ráð fyrir að Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaformaður flokksins, snúi aftur í landsmálin, en hann var áður ráðherra og þingmaður. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verði orðinn þingmaður Samfylkingarinnar áður en langt um leiður, sem og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans.