„Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með þessari umræðu allra pópúlista í íslensku samfélagi. Hér eru m.a. öfl ef öfl skal kalla, sem oft og iðulega kalla eftir hagræðingu og skynsemi í ríkisrekstri, að tala ansi digurbarkalega svo ekki sé fastar að orði kveðið um ákvarðanir sem þessar, segir Ágúst Bjarni Garðarsson alþingismaður og flokksbróðir Ásmundar Einars Daðasonar barna- og menntamálaráðherra sem vill sameina MA og VMA
Ágúst gefur ekki mikið fyrir framkomna gagnrýni: „Þetta eru mest hægri menn í bland við vandræðalega umræðu vinstri manna. Það kemur mér fátt á óvart í orðræðu vinstri manna en það er ótrúlegt að sjá jafnvel sveitarstjóra hægri manna í litlum sveitarfélögum, já pínulitlum, sem hafa jafnvel hátt í 2 milljónir í laun á mánuði taka þátt í þessu. Tekur einhver mark á þessari vitleysu?“