Landsþing Miðflokksins haldið um helgina: Ræða Sigmundar Davíðs í beinu streymi

Landsþing Miðflokksins hefst í dag og fer fram á Hótel Nordica fram á sunnudag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra mun flytja þinginu ræðu sína kl. 13.00 á morgun, laugardaginn 28. október, og verður hægt að fylgjast með henni í beinu streymi í skjánum hér að neðan.

Eftir ræðuna mun formaður afhenda Velferðar- og menntaviðurkenningu Miðflokksins til minningar um Önnu Kolbrúnu Árnadóttur alþingismann Miðflokksins.

Miðflokkurinn hefur sótt nokkuð í sig veðrið í skoðanakönnunum undanfarið og gert harða hríð að ríkisstjórnarflokkunum í þeim vandræðum sem ríkisstjórnin hefur glímt við.