Breska þingið greiðir í kvöld atkvæði um samning breska forsætisráðherrans Theresu May við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr sambandinu, svonefndan Brexit-samning.
Loft er vægast sagt lævi blandið í Bretlandi vegna málsins, ekki aðeins í stjórnmálunum heldur einnig meðal almennings og í atvinnulífinu. Fullvíst er talið að samningurinn verði felldur, jafnvel kolfelldur, en færri svör fást við því hvað gerist þá.