Samfylkingin mælist með mestan stuðning, skv. nýrri skoðanakönnun sem Maskína birti í morgun, og gefur vísbendingu um pólitískt ástand í landinu í þeim orradansi sem verið hefur í íslenskum stjórnmálunum undanfarna daga og vikur.
Samfylkingin mælist nú með 25,7% fylgi, dalar aðeins milli mánaða en væri áfram langstærsti flokkurinn, ef þetta yrðu úrslit kosninga.
Sjálfstæðisflokkurinn missir áfram fylgi sitt og er kominn niður í 16,6% fylgi, en Miðflokkurinn bætir við sig þriðja mánuðinn í röð og mælist nú með 11,8% fylgi, sem er umtalsvert stökk frá fyrra mánuði.
Samkvæmt könnuninni er ríkisstjórnin kolfallin, en þannig myndu ríkisstjórnarflokkarnir þrír samanlagt fá um 33% fylgi, en stjórnarandstöðuflokkarnir 67%.
Sósíalistaflokkurinn mælist með 4,1% fylgi sem myndi ekki duga til að ná manni kjörnum á þing.