Obama: Hin hryllilega árás á Ísrael og rétturinn til að verjast

Heimsbyggðin fylgist hnípin með atburðunum fyrir botni Miðjarðarhafs sem hafa alla burði til að þróast yfir í meiri ófrið en sést hefur í áratugi.

Ástæða er til að vekja athygli á yfirlýsingu sem Barack Obama, fv. Bandaríkjaforseti, hefur sent frá sér af þessu tilefni og fer hún hér á eftir:

„Allir Bandaríkjamenn hljóta að fyllast hryllingi og hneykslan yfir hinum ófyrirleitnu hryðjuverkaárásum sem Ísrael hefur orðið fyrir og slátrun saklausra borgara. Við syrgjum þá sem létust, biðjum fyrir gifturíkri heimkomu þeirra sem haldið er í gíslingu og stöndum af öllu afli við hlið bandamanna okkar, Ísraelsmönnum, nú er þeir takast á hendur það verkefni að ráða niðurlögum Hamas. Um leið og við styðjum rétt Ísraels til þess að verjast hryðjuverkum, hljótum við að stefna áfram að réttlátum og varanlegum friði, Ísraelsmönnum og Palestínumönnum til handa.“

Svo mörg voru þau orð.