Óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið veldur lækkun hlutabréfaverðs

Sjávarútvegsfyrirtækin tvö, sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands, Síldarvinnslan og Brim, eru vel rekin og líkleg til að skila hluthöfum sínum arði, en samt hafa hlutabréf í þeim fallið töluvert í verði á árinu. Samanlagt hefur markaðsvirði félaganna minnkað um 47 milljarða króna á árinu og hefði einhverjum dottið í hug að fjárfesta í þeim í ársbyrjun fyrir eina milljón króna, væri sami hlutur nú 750 þús kr virði.

Þetta kemur fram í úttekt ViðskiptaMoggans á íslenska hlutabréfamarkaðnum í dag. Þar er haft eftir viðmælendum blaðsins, að mikil óvissa um framtíð og skipulag fiskveiðistjórnunarkerfisins veki óróa sem komi fram í hlutabréfaverði félaganna.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur, eins og Viljinn hefur skýrt frá, haft breytingar á stjórnkerfi fiskveiða til meðferðar og nýlega skipaði starfshópurinn Auðlindin okkar, sem starfað hefur á hennar vegum, niðurstöðum sínum.

ViðskiptaMogginn bendir á að stefnt sé að skráningu þriðja fyrirtækisins á aðallistann í lok ársins, en það er Ísfélagið, sameinað félag Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og Ramma á Siglufirði.