Ríkisstjórn án erindis: Sjálfstæðisflokkurinn að glata forystuhlutverki sínu

Páll Magnússon, fv þingmaður Suðurkjördæmis og fv. útvarpsstjóri. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

„Það er áhuga­vert fyr­ir und­ir­ritaðan – sem stjórn­mála­sagn­fræðing, stjórn­mála­skýr­anda til margra ára og fyrr­ver­andi alþing­is­mann – að gaum­gæfa hvernig gat orðið sá eðlis­mun­ur, sem raun­in er, á þeim tveim­ur rík­is­stjórn­um sem Katrín Jak­obs­dótt­ir hef­ur myndað; sem þó eru skipaðar sömu flokk­um og mest­megn­is sömu ráðherr­um,“ segir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og útvarpsstjóri í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann tekur undir með leiðarahöfundum blaðsins sem sögðu í forystugrein á dögunum að helsti vandi ríkisstjórnarinnar væri að hana skorti erindi.

„Ástæðan er í hnot­skurn þessi: Þegar fyrri rík­is­stjórn Katrín­ar var mynduð 2017 átti hún sér það yf­ir­gríp­andi er­indi að koma á póli­tísk­um stöðug­leika í land­inu – eft­ir mörg ár af um­róti, stjórn­arslit­um, upp­hlaup­um og tæt­ingi. Þessi póli­tíski glundroði var líka orðinn að sjálf­stæðu efna­hags­legu vanda­máli. Þetta mik­il­væga er­indi var t.d. megin­á­stæða þess að þing­flokk­ur sjálf­stæðismanna (þ.m.t. und­ir­ritaður) var samþykk­ur þess­ari að mörgu leyti órök­réttu stjórn­ar­mynd­un. Hefðbundn­um ágrein­ings­mál­um flokk­anna var ein­fald­lega ýtt til hliðar. Í skjól.

Og það má staðhæfa að rík­is­stjórn­inni hafi tek­ist þetta ætl­un­ar­verk sitt hratt og vel í öll­um meg­in­at­riðum. Um mitt kjör­tíma­bilið var kom­inn á stöðug­leiki; lífs­kjara­samn­ing­arn­ir tóku gildi, góðu jafn­vægi náð í rík­is­fjár­mál­in og al­menn vel­sæld í land­inu. Þá fóru líka aðeins að dúkka upp ágrein­ings­mál sem haldið hafði verið til hliðar fram að því. Það kom þó ekki að sök fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starfið því nú brast á annað yf­ir­gríp­andi er­indi – bar­átt­an við covid – og aft­ur hurfu ágrein­ings­mál­in út í skugg­ann og voru þar út kjör­tíma­bilið.

Stjórn­ar­mynd­un „af því bara“

Seinni rík­is­stjórn þess­ara flokka sem mynduð var 2021 – nú­ver­andi stjórn – á sér hins veg­ar ekk­ert slíkt yf­ir­gríp­andi er­indi eða til­gang. Hún var eig­in­lega ekki mynduð um neitt. Hún varð bara til af því að það var hægt að mynda hana; af því bara. Þegar lesn­ar eru sam­an niður­stöður flokks­ráðsfunda VG og Sjálf­stæðis­flokks­ins ný­verið – og umræður um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra á dög­un­um – kem­ur þetta ber­lega í ljós: rík­is­stjórn­in á ekk­ert sam­eig­in­legt er­indi við þjóðina. Ein­stak­ir ráðherr­ar eru auðvitað að bauka eitt­hvað í sín­um mál­um, hver á sinni skrif­stofu, en það er líka allt og sumt. Og þess vegna eiga ágrein­ings­mál­in sér ekk­ert skjól í ein­hverj­um „æðri“ til­gangi leng­ur. Þau dúkka bara upp – eitt af öðru – og standa ber­skjölduð fyr­ir allra aug­um. Varla hægt að ná sam­stöðu um neitt nema kyrr­stöðu.

Og nú eru held­ur eng­in rök eða rétt­læt­ing fyr­ir stjórn­ar­flokk­ana að víkja hefðbundn­um grunn­gild­um sín­um til hliðar; það er ekk­ert yf­ir­gríp­andi mark­mið sem tromp­ar þau leng­ur. Þetta er stórt vanda­mál fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og VG en minna fyr­ir Fram­sókn. Enda­laus­ar mála­miðlan­ir VG og Sjálf­stæðis­flokks­ins lenda hvort sem er flest­um mál­um í námunda við það sem Fram­sókn get­ur sætt sig við.

Með svo­lítið drama­tískri mynd­lík­ingu mætti segja að Sjálf­stæðis­flokk­ur og VG hafi þurft að „mála­miðla“ sig svo lengi, eða lúta neit­un­ar­valdi hvor ann­ars svo oft, að akk­er­is­fest­arn­ar við grunn­gildi þess­ara flokka hafi slitnað. Þeir séu nú í aug­um margra stuðnings­manna sinna reik­ul­ir „… sem rót­laust þangið“. Þetta sést líka á fylg­inu, sem mæl­ist nú í sögu­legu lág­marki hjá báðum flokk­um.

Staða Sjálf­stæðis­flokks­ins

Ef við lít­um sér­stak­lega á stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins í þessu sam­hengi er auðvelt að rök­styðja þá staðhæf­ingu að hún hafi lík­lega aldrei, í rúm­lega 90 ára sögu flokks­ins, verið verri en ein­mitt núna. Í síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um fékk Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn minnsta fylgi sem hann hef­ur fengið frá stofn­un. Í síðustu alþing­is­kosn­ing­um fékk flokk­ur­inn næst­minnsta fylgi frá stofn­un – og missti for­ystu­hlut­verkið í tveim­ur af þrem­ur lands­byggðar­kjör­dæm­um. Raun­ar munaði inn­an við hundrað at­kvæðum á að flokk­ur­inn missti for­yst­una í þeim öll­um. Í öll­um könn­un­um um langt skeið hef­ur flokk­ur­inn verið botn­fast­ur í kring­um 20% fylgi og Sam­fylk­ing­in mæl­ist ít­rekað miklu stærri. Og það sem kannski er enn al­var­legra fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn er að Sam­fylk­ing­in hef­ur mælst stærri í öll­um kjör­dæm­um lands­ins; líka í Suðvest­ur­kjör­dæmi þar sem menn töldu ekki unnt að hagga for­ystu­hlut­verki flokks­ins. (Könn­un­ar­fyr­ir­tæki birta ekki op­in­ber­lega niður­brot á ein­stök kjör­dæmi því þær niður­stöður eru ekki töl­fræðilega mark­tæk­ar fyr­ir minnstu kjör­dæm­in.)

Ef litið er á stöðu þeirra mál­efna sem flokk­ur­inn ber helst fyr­ir brjósti þessi miss­er­in þá er hún þessi: Um­svif hins op­in­bera halda áfram að þenj­ast út og með fjár­lög­um yf­ir­stand­andi árs var sett nýtt Íslands­met í aukn­ingu rík­is­út­gjalda milli ára; mál­efni hæl­is­leit­enda eru áfram í full­komn­um ólestri og út­gjalda­aukn­ing­in í þess­um mála­flokki stjórn­laus; eina virkj­un­in sem kom­in var á fram­kvæmda­stig, Hvamms­virkj­un, var stöðvuð í sum­ar því aðdrag­and­inn sam­ræmd­ist ekki til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er ein­hvern veg­inn bú­inn að láta vefja sér inn í þá óskilj­an­legu þver­sögn VG að tala í sí­bylju um orku­skipti – en það má samt ekk­ert virkja til að hægt sé að skipta um orku.

Öll þessi mál eiga það sam­eig­in­legt að vera form­lega á for­ræði ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins en lúta í reynd neit­un­ar­valdi VG.

Glat­ast for­ystu­hlut­verkið?

Ofan á þetta bæt­ist að ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur ákveðið að end­ur­flytja frum­varp sitt um Bók­un 35, sem er gríðarlega um­deilt meðal stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins. Mörg­um þeirra finnst bein­lín­is átak­an­legt að vara­formaður flokks­ins flytji mál af þessu tagi.

Að öllu sam­an­lögðu – og hér hef­ur aðeins verið stiklað á stóru – virðist blasa við að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi varla annað uppúr krafs­inu í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi en að glata for­ystu­hlut­verki sínu í ís­lensk­um stjórn­mál­um,“ segir Páll Magnússon ennfremur.