Ríkisstjórnin fékk hallamál frá Viðreisn

Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, færði formönnum stjórnarflokkanna og fjármálaráðherra fyrir helgi hallamál að gjöf.

Gabríel Ingimarsson, forseti Uppreisnar, afhenti verkfærið, en Viðreisnarfólkið vill með þessu aðstoða forystumenn ríkisstjórnarinnar við að sjá sjá hallann á ríkisfjármálunum, rétta hann af, og að skilja og greina vandamálið sem þau eru að skapa fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar.

„Ekki hefur fengist orð af því hvort hallamálin séu nú þegar komin í notkun, en við bindum miklar vonir við að verkfærin komi að góðum notum,“ segir í tilkynningu frá ungliðum Viðreisnar.