Sækjast eftir því að verða forysta ungra sjálfstæðismanna

Viktor Pétur Finnsson, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands, sækist eftir formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi SUS sem haldið verður helgina 15.-17. september næstkomandi. 

Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sækist eftir endurkjöri í embætti 1. varaformanns og Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærum orkuvísindum sækist eftir embætti 2. varaformanns sambandsins. 

Viktor er 24 ára viðskiptafræðinemi úr Hafnarfirði. Hann hefur undanfarin ár gegnt  formennsku í Stefni, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Þá er hann jafnframt formaður kjördæmasamtaka ungra Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi en hann hefur víðtæka reynslu af trúnaðarstörfum innan  sem utan Sjálfstæðisflokksins. Viktor  var m.a. formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðara stúdenta við HÍ, síðastliðinn vetur. Jafnframt hefur Viktor starfað undanfarin ár við leikstjórn, sem flugþjónn hjá Icelandair og blaðamaður.

Steinar Ingi er 26 ára stjórnmálafræðinemi úr Grafarvogi. Hann er sitjandi 1. varaformaður stjórnar SUS. Hann starfar sem aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Steinar hefur um árabil gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en jafnframt hefur hann tekið virkan þátt í öðrum félagsstörfum. Steinar hefur m.a. setið í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, stjórn Heimdallar, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, auk ýmissa annara stjórnarstarfa. Steinar starfaði áður sem blaðamaður. 

Gunnlaug Helga er 28 ára og starfar hjá Carbfix. Hún er með MSc í sjálfbærum orkuvísindum frá Iceland School of Energy (HR) og BSc í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Gunnlaug er uppalin á Ólafsfirði og hefur setið í stjórn Sjálfstæðisfélags Ólafsfjarðar, bæði sem ritari og gjaldkeri. Hún situr nú í stjórn kjördæmisráðs í Norðausturkjördæmi og er jafnframt varamaður í stjórn Ungra athafnakvenna. Gunnlaug hefur meðal annars starfað sólarorkufyrirtækinu Elgin Energy á Írlandi og sem verkefnastjóri Sjávarútvegsskóla unga fólksins.

Framboðið leggur áherslu á aukna þátttöku ungs fólks í starfi Sjálfstæðisflokksins, segir í tilkynningu. Þar segir ennfremur: 

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum árum sýnt það í verki að ungu fólki er treyst til ábyrgðar en SUS hefur gegnt lykilhlutverki í því mikilvæga verkefni að tryggja að frelsi einstaklingsins til athafna sé ávallt í forgrunni í verkum kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hvort sem er á Alþingi eða á sveitarstjórnarstiginu. 

Sérstök áhersla verður lögð á að endurvekja þau fjölmörgu félög ungra sjálfstæðismanna sem legið hafa í dvala undanfarin ár víða um landið. Það verður gert með því að treysta betur sambönd og samstarf ungra sjálfstæðismanna á landsvísu. Þá verður enn fremur lögð áhersla á að tryggja nýliðum greiða leið inn í starf þeirra félaga sem eru innan vébanda sambandsins.“

„Það er trú mín, og okkar sem bjóðum okkur fram til forystu á komandi sambandsþingi, að ungt fólk leiki lykilhlutverk í því að auka fylgi flokksins. Það er skoðun okkar að í því ríkisstjórnarsamstarfi sem Sjálfstæðisflokkurinn er nú hluti af, sé mögulega mikilvægara en nokkru sinni fyrr að halda kjörnum fulltrúum við efnið. Frelsismálin verða að vera í forgrunni, enda eru þau grundvöllur almennrar velferðar. Þá teljum við það vera forgangsmál að styrkja félög ungra á landsvísu og að tengja saman unga sjálfstæðismenn um land allt. Ég tel að þessi öflugi framboðslisti, sem samsettur er af öflugu fólki, með fjölbreyttan bakgrunn, á breiðu aldursbili og úr öllum kjördæmum, sé vel til þess fallinn að takast á við þessi verkefni,” er haft eftir Viktori Pétri í tilkynningu frá framboðinu.   

Framboðslistinn í heild: 

                            Nafn                          Kjördæmi

Gunnlaug Helga ÁsgeirsdóttirNA
Embla Kristín Blöndal ÁsgeirsdóttirNA
Hulda Dröfn SveinbjörnsdóttirNA
Sindri Már SmárasonNA
Björn Gunnar JónssonNA
Daníel Hjörvar GuðmundssonNV
Eyrún ReynisdóttirNV
Kristinn Jökull KristinssonNV
Selma GuðjónsdóttirNV
Kristófer Már MaronssonNV
Steinar Ingi KolbeinsRVK
Garðar Árni GarðarssonRVK
Arent Orri JónssonRVK
Magnús BenediktssonRVK
Sonja Dís Johnson GuðlaugsdóttirRVK
Júlíus Viggó ÓlafssonRVK
Jón Birgir EiríkssonRVK
Eymar JansenRVK
Jens Ingi AndréssonRVK
Victor Snær SigurðarsonRVK
Lovísa ÓlafsdóttirRVK
Birta Karen GunnlaugsdóttirRVK
Snædís EdwaldRVK
Bryndís BjarnadóttirRVK
Salka SigmarsdóttirRVK
Dóra TómasdóttirRVK
Hermann Nökkvi GunnarssonSuður
Sveinn Ægir BirgissonSuður
Logi Þór ÁgústssonSuður
Ingveldur Anna SigurðardóttirSuður
Ragnar ÓskarssonSuður
Guðni KjartanssonSuður
Kristín Amy DyerSV
Einar Freyr BergssonSV
Ragnar Bjarni Zoëga HreiðarssonSV
Franklín Ernir KristjánssonSV
Halldór LárussonSV
Helga Björg LoftsdóttirSV
Birkir Örn ÞorsteinssonSV
Katrín Sigríður ThorsteinsdóttirSV
Inga Þóra PálsdóttirSV
Viktor Pétur FinnssonFormaður