Spyr um skaðsemi COVID-bólusetninga

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra um skaðsemi COVID-bólusetninga.

Fyrirspurnin hljóðar svo:

 1.      Standa yfir rannsóknir á Íslandi á skaðsemi COVID-bólusetninganna? Hvaða meðferðarúrræði eru í boði fyrir fólk sem glímir við aukaverkanir af völdum þeirra?
 2.      Hvaða tilmæli, skipanir eða leiðbeiningar hafa heilbrigðisyfirvöld fengið um hvernig eigi að meðhöndla þá sem koma til þeirra með bóluefnaskaða? Hver ber ábyrgð á því að gefa slík tilmæli, skipanir eða leiðbeiningar?
 3.      Hversu mörg tilfelli aukaverkana hafa verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda? Hversu mörg tilfelli eru staðfestar aukaverkanir af völdum COVID-bólusetninga? Svar óskast sundurliðað eftir bóluefni.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.