Starfsáætlun þingsins tekin úr sambandi: Jólahlé áætlað á laugardag

Birgir Ármannsson í Kastljósi

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tilkynnti við upphaf þingfundar í gær að starfsáætlun yrði tekin úr sambandi frá og með deginum í gær.

Í því felst að reglulegir þingfundatímar raskast, sem og fundatími nefnda, auk þess sem þingfundadögum getur fjölgað ef þörf er á til að ljúka afgreiðslu mála fyrir frestun þingfunda og jólahlé.

Samkvæmt heimildum Viljans hafa þingflokksformenn rætt saman um fyrirkomulag afgreiðslu mála fyrir þinghlé og er útlit fyrir að samkomulag geti náðst um að frestun þingfunda geti orðið á laugardag. Það þýðir að einhver mál verða að bíða afgreiðslu fram á næsta ár.