Stefnuræða forsætisráðherra fer fram á Alþingi í kvöld og verða svo umræður um hana í framhaldinu. Hér að neðan má sjá lista um röð flokka og ræðumenn.
Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað miðvikudagskvöldið 13. september kl. 19:40.
Strax að loknum umræðum um stefnuræðuna verður sjónvarpað á RÚV beint úr Alþingishúsinu umfjöllun sérfræðinga um það sem fram kemur í umræðunum.
Umræðurnar skiptast í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 6 mínútur í fyrri umferð og í seinni umferð hafa þingflokkarnir einnig 6 mínútur hver.
Röð flokkanna er í báðum umferðum þessi:
- Vinstrihreyfingin – grænt framboð
- Samfylkingin
- Flokkur fólksins
- Sjálfstæðisflokkur
- Píratar
- Framsóknarflokkur
- Viðreisn
- Miðflokkurinn
Ræðumenn fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fyrri umferð og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í seinni umferð.
Fyrir Samfylkinguna tala Kristrún Frostadóttir, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, 4. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð.
Fyrir Flokk fólksins tala Inga Sæland, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð, og Jakob Frímann Magnússon, 8. þingmaður Norðausturkjördæmis, í seinni umferð.
Fyrir Sjálfstæðisflokk tala Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrri umferð og í seinni umferð Diljá Mist Einarsdóttir, 6. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.
Ræðumenn Pírata verða í fyrri umferð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 7. þingmaður Suðvesturkjördæmis, og í seinni umferð Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.
Fyrir Framsóknarflokk tala í fyrri umferð Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og í seinni umferð Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Ræðumenn Viðreisnar verða í fyrri umferð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 5. þingmaður Suðvesturkjördæmis, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í þeirri seinni.
Ræðumenn Miðflokksins verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og Bergþór Ólason, 8. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð.