Tvö andlát vegna COVID-19 á Landspítalanum

Tveir sjúklingar létust á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19.

Þetta kemur fram á vef spítalans, þar sem aðstandendum er vottuð samúð.

Sl. sólarhring greindust 24 ný smit, en óvenju fá sýni voru tekin í gær, eða um eitt þúsund.

Fimmtán hafa nú látist hér á landi af völdum veirunnar, þar af fimm í þriðju bylgju faraldursins.