Undrandi á Svandísi: Hefur skaðað traust milli þingflokksins og ráðherrans „gríðarlega mikið“

Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna.

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur sterkt til orða, aðspurð um viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra á samfélagsmiðlum í morgun. Sjálfstæðismenn hafa beðið eftir útspili Vinstri grænna og ráðherrans í rúmar tvær vikur, en segja má að fjallið hafi tekið joðsótt og fæðst lítil mús, því niðurstaðan birtist í Facebook-færslu Svandísar rúmlega sjö í morgun, þar sem hún segir ekki tilefni til sérstakra viðbragða.

„Mér hefði fund­ist eðli­legra að ráðherra myndi svara þessu og bregðast við af meiri auðmýkt en hún ger­ir,“ seg­ir Hild­ur á mbl.is, spurð um færslu Svandís­ar. Þar segist hún ósammála niðurstöðu ráðherrans um að ekki sé tilefni til sérstakra viðbragða og bætir við að sér finnist túlkun og framsetning á niðurstöðu álitsins hæpin.

Sjálfstæðismenn ætla nú að funda um viðbrögð ráðherra, enda liggur fyrir að vantrausttillaga á Svandísi kemur til kasta Alþingis í vikunni.

En í frétt mbl.is um málið segir ennfremur:

„Hild­ur seg­ir aug­ljóst öll­um að um­rætt mál hef­ur skaðað traust milli þing­flokks sjálf­stæðis­flokks­ins og viðkom­andi ráðherra gríðarlega mikið al­veg síðan síðasta sum­ar. Aðspurð seg­ir hún þessi viðbrögð ráðherr­ans ekki að hjálpa í þeim efn­um.“