Vantrausttillagan lögð fram en strax dregin til baka

Inga Sæland./ Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Tillaga til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var lögð fram á þingi í dag um leið og þingfundur hófst kl. 15 eftir jólaleyfi. Nokkrum mínútum síðar var orðið ljóst, eftir yfirlýsingu Svandísar um veikindaleyfi hennar, að tillagan yrði samdægurs lögð til baka.

Fram kemur í tillögunni að það eru þingmennirnir Inga Sæland, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, öll úr Flokki fólksins sem leggja hana fram.

Efni hennar er (eða var) er svohljóðandi:

„Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á matvælaráðherra.“

Samkvæmt heimildum Viljans stóð til að taka vantrausttillöguna til atkvæða nk. miðvikudag, en nú er ljóst að ekkert verður af því.