Veit ekki hvort er verra, ræða Áslaugar Örnu eða viðbrögð hennar í kjölfarið

„Ótrúlegt útspil í pólitíkinni þessa vikuna sem að því er virðist vera þrælútspekúlerað. Áslaug Arna flutti ræðu í Hörpu á sjávarútvegsdeginum og hæddist mjög ósmekklega að samráðherra sínum, Svandísi Svavarsdóttir. Í eftiráskýringu, og þá til að bíta höfuðið af skömminni, segir hún orð sín hafa verið tekin úr samhengi og um leið segist hún ekki sjá eftir neinu!“

Þetta segir Birkir Jón Jónsson, fv. þingmaður Framsóknarflokksins og bæjarfulltrúi. Deilur og hnútukast millum sjálfstæðismanna og vinstri grænna hafa stigmagnast í stjórnarsamstarfinu, en lítið hefur heyrst frá Framsóknarflokknum sem hefur einhvern veginn lent á milli deiluaðila.

Birkir Jón undrar sig á því á fésbókinni að ekki virðist inni í myndinni að biðja Svandísi Svavarsdóttur afsökunar á ósmekklegheitunum.

„Ég veit ekki hvort er verra, ræða Áslaugar eða viðbrögð hennar í kjölfarið,“ bætir hann við.