Þingflokkur Vinstri-grænna átti vinnufund í gær og fyrradag til að undirbúa þingveturinn þar sem mörg stór mál voru rædd. Frá þessu skýrir formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, á fésbókinni.
„Leiðin lá fyrst í Búðardal þar sem var fundað fram eftir degi og síðan var áfram haldið í vesturátt. Þar var staldrað við í Vatnsfirði þar sem Elva Björg Einarsdóttir, Edda Kristín Eiríksdóttir og Bríet Böðvarsdóttir leiddu okkur um friðlandið í Vatnsdal. Síðan var fundahöldum haldið áfram fram á kvöld. Nægur efniviður fyrir veturinn!“ bætir hún við.