Gefðu upplifun í jólagjöf – fyrir þá sem eiga allt

Það er oft erfitt að finna góðar jólagjafir handa fólki sem á allt. Þegar fólk er komið yfir miðjan aldur vantar það líklega ekki margt. Þá getur verið góð hugmynd að gefa fólki upplifun af einhverju tagi.

Undanfarin ár hafa verið haldnir gríðarlega margir og vel heppnaðir tónleikar og er tónleikarahaldarinn Dægurflugan einn þeirra sem sett hefur upp marga frábæra tónleika í Hörpu. Á nýju ári eru nokkrir spennandi tónleikar fyrir fólk sem á allt og veitir upplifun og skapar ánægjulegar minningar.

Við mælum með afmælistónleikum Ragga Bjarna en eilífðar töffarinn Raggi Bjarna fagnar 85 ára afmæli á næsta ári og verða settir upp stórtónleikar af því tilefni þann 17. mars í Eldborgarsal Hörpu.

Hægt er að nálgast miða og nánari upplýsingar hérna.

Dægurflugan ætla einnig að halda tónleika fyrir meistara Megas þar sem rjómi íslenskra tónlistarmanna leika gamla slagara og uppáhaldslög meistarans í  útsetningum hans sjálfs og flutningi blóma íslenskra kvenradda í Eldborgarsal 15. mars 2019.

Hægt er að nálgast miða og nánari upplýsingar hérna.