Belgar opna fyrir Íslandi og öðrum Schengen-ríkjum þann 15. júní

Stjórnvöld í Belgíu tilkynntu nú fyrir stundu að landamæri landsins verði opnuð fyrir ríkjum innan Schengen-svæðisins þann 15. júní nk.

Um gagnkvæm ferðaskilyrði verður að ræða, sem þýðir að takmarkanir eins ríkis hafa gagnkvæm áhrif á Belga. Þannig hafa Spánverjar nýverið kynnt að landamærin þar verði opnuð fyrir ferðamönnum 1. júlí nk og taka tilslakanir Belga gagnvart Spánverjum gildi sama dag.

Ísland á aðild að Schengen-landamærasamstarfinu. Tilkynnt hefur verið að Ísland opni fyrir ferðamönnum þann 15. júní með tilteknum skilyrðum um skimun, vottorð eða sóttkví og geta því Belgar heimsótt landið frá þeim tíma, auk þess sem Íslendingum gefst kostur á að fara til Belgíu frá sama tíma.