Björgólfur Thor í Davos: Brjóta þarf tæknirisana upp

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir, sem sækir þessa dagana efnahagsráðstefnu World Economic Forum í Davos í Sviss, segir að fólki sé að verða ljóst að risastóru tæknifyrirtækin séu orðin allt of stór og þau þurfi að brjóta upp með einhverjum hætti.

Morgunblaðið birtir stutt viðtal við Björgólf Thor í dag frá Davos og þar segir hann mikla umræðu um þetta á þinginu.

„Það sér maður m.a. á fólki frá Banda­ríkj­un­um sem tal­ar í aukn­um mæli fyr­ir íhlut­un stjórn­valda, lög­gjaf­ar­valds­ins. Það heyr­ist æ oft­ar að mik­il­vægt sé að breyta stjórn­ar­skrám og tryggja mann­rétt­indi sem fel­ast í aðgengi að in­ter­net­inu en stjórn á eig­in per­sónu­legu gögn­um um leið.

Fólki er að verða ljóst að tækn­iris­arn­ir eru alltof stór­ir og það þarf að brjóta þessi fyr­ir­tæki upp með ein­hverju móti. Þar er ég fyrst og síðast að vísa til Google, Face­book og Amazon sem hafa hreðja­tak á gagna­notk­un heims­ins en ekki svo fjarri þeim eru svo fyr­ir­tæki á borð við Apple, Net­flix og Microsoft,“ segir Björgólfur Thor í samtali við blaðið.