Dómsmálaráðherra boðar óvænt til blaðamannafundar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ásamt aðstoðarmanni sínum Einari Hannessyni. / Viljinn: Erna Ýr Öldudóttir.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu núna kl. 14.30 í dag.

Öll spjót standa á ráðherranum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í gær um skipan dómara við Landsrétt og hefur stjórnarandstaðan kallað eftir afsögn Sigríðar.

Þingflokkar stjórnarflokkanna sitja á fundum í þinghúsinu og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lýst því yfir, að hún muni ræða við fjölmiðla nú á eftir, en hún kom frá Bandaríkjunum í morgun.