„Hver vill fórna 2-3 milljónum af ráðstöfunarfé heimilisins til að hér komi borgarlína árið 2030 sem tekur heila akrein af fjölskyldubílnum á mikilvægum umferðarleiðum? Ekki ég.“
Þetta segir Frosti Sigurjónsson, fv. þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, en bæði Einar Þorsteinsson, oddviti framsóknar í borgarstjórn og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hafa lagt áherslu á að vinna áfram með áform um borgarlínuna.
Frosti bendir á að til séu hugmyndir að lausnum sem greiða fyrir allri umferð og bættum almannasamgöngum fyrir brot af þessum fjárhæðum sem borgarlína kostar. Þar er um að ræða hópinn Samgögur fyrir alla, sem sett hefur á laggirnar vefsíðu þar sem kynntar eru rannsóknir á samgöngumálum, útreikningar á kostnaði við fyrirliggjandi áform um tillögur að öðrum leiðum.
„Við erum hópur áhugafólks um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Við teljum að bestu samgöngukerfin byggi á frelsi fólks til að ráða sér sjálft. Við viljum bættar, hagkvæmar og skilvirkar samgöngur fyrir alla í höfuðborginni og nágrenni,“ segir á vef samtakanna.