Lóðir á viðráðanlegu verði í Ölfusi laða að

Svona lítur svæðið út núna þegar gatnagerð og lagnavinnu er við það að ljúka.

„Eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaga er að auðvelda fólki að koma sér upp heimili. Það gera þau með því að tryggja gott aðgengi að lóðum á verði sem ekki leggjast sem mara á fjölskyldur þessa lands,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi.

Hann segir að á næstu dögum hefjist verklegar framkvæmdir við byggingu húsa í nýju hverfi sem er kallað Vesturberg, vestan við Bergin. Göturnar þar heiti eftir þeim konum sem voru frumbyggjar í bænum fyrir ríflega 70 árum. Um er að ræða fyrsta áfanga af fjórum á þessu skipulagssvæði. Í þessum áfanga rísa þarna 32 hús – mest einbýli, raðhús og parhús.