Segir að átt hafi að taka Samherja niður: Bjóðast til þess að styrkja Namibíumenn

Systurskipin Björg EA 7 , Kaldbakur EA 1 og Björgúlfur EA 312.

Eiríkur S. Jóhannesson, stjórnarformaður Samherja, segir að enginn vafi leiki á því að til hafi staðið að taka fyrirtækið niður með skipulegum hætti í Namibíumálinu (e. Fishrot-case) þar sem völdum gögnum hafi verið kerfisbundið lekið í nokkra fjölmiðla í þeim tilgangi að eyðileggja fyrirtækið og svipta þúsundir atvinnu sinni.

Í langri grein í Aftenposten rekur Eiríkur Namibíumálið og segir staðreyndir langt frá því sem haldið hefur verið fram. Rannsóknir á vegum fyrirtækisins og yfirvalda í mörgum löndum hafi leitt annað í ljós en þær ásakanir sem settar voru fram í upphafi og nú sé beðið svara frá yfirvöldum í Namibíu gagnvart tilboði um bætur til handa þeim sem þurfi mest á aðstoð að halda, þar sem ljóst sé að stjórnkerfi fiskveiða þar í landi, sem dótturfélag fyrirtækisins vann eftir, hafi ekki gagnast íbúum þar í landi nægilega vel.

Greinina má lesa í heild sinni hér.