Stærsta atvinnugreinin í uppnámi: Ferðaþjónustudegi frestað til hausts

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Vegna stöðunnar á vinnumarkaði hafa Samtök ferðaþjónustunnar ákveðið að fresta Ferðaþjónustudeginum 2019 til hausts, en fundurinn átti að fram í Hörpu fimmtudaginn 21. mars nk.

Óhætt er að segja að talsvert uppnám sé í þessari stærstu atvinnugrein þjóðarinnar og skuggi hvíli yfir henni. Flugfélögin tvö eiga í töluverðum vanda, verkföll hafa verið boðuð sem munu lama stór fyrirtæki í greininni og fækkun ferðamanna er þegar farin að lita afkomu veitinga- og gististaða.