Svandís enn sökuð um að brjóta gegn stjórnarsáttmála

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.

Ekki hef­ur verið staðið við fyr­ir­heit rík­is­stjórn­ar­flokk­ana um að meta þjóðhags­leg­an ávinn­ing fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins eins og kveðið er á um í stjórn­arsátt­mála. Slíkt mat átti að liggja til grund­vall­ar starfi nefnd­ar sem vinna átti að frek­ari ár­angri og sátt. Þrátt fyr­ir vanefnd­ir í þess­um efn­um hafa bráðabirgðatil­lög­ur um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu verið birt­ar und­ir merkj­um Auðlind­ar­inn­ar okk­ar.

Þetta er meðal þess sem fram kom í grein Heiðrúnar Lindar Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, í Morg­un­blaðinu um helg­ina.

„Því miður læðist sá grun­ur að manni, að bráðabirgðatil­lög­un­um hafi verið ætlað að sneiða hjá skýru mark­miði stjórn­arsátt­mála og auðvelda ábyrgðaraðila verk­efn­is­ins, mat­vælaráðherra, að velja þær hug­mynd­ir sem best falla að hans eig­in póli­tísku mark­miðum. Það væri þá ekki í fyrsta skipti,“ skrif­ar hún.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svandís er sem ráðherra sökuð um að brjóta gegn stjórnarsáttmála. Nú síðast gerðist það er hún bannaði með nær engum fyrirvara hvalveiðar, þótt skýrt hafi verið rætt um það í aðdraganda myndun ríkisstjórnarinnar, að ekki yrði hreyft við hvalveiðum í þessu stjórnarsamstarfi.