Endalok hinna margumtöluðu umbreytinga heimskerfa nálgast

Gunnlaugur Guðmundsson hefur um langt árabil verið einn fremsti stjörnuspekingur þjóðarinnar.

„Jæja, þá er þetta að nálgast, endalok hinna margumtöluðu umbreytinga heimskerfa, 2008-2024, nokkuð sem ég hef fjallað um oft og víða, síðan 2008 þegar ferlið hófst,“ segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnspekingur.

Hann segir augljóst að „kerfin“ séu á þessum „lokaspretti“ eins og höfuðlaus her. Hver hönd upp á móti annarri.

„Gamlir, þreyttir og hugmyndasnauðir leiðtogar: Biden 80, Putin 71, Xi Jinping 70, Modi 73, Netanyahu 74, Ali Khamenei 84.

Bandaríkin, Rússland, Kína, Indland stærstu lönd heims.

Í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, veikir leiðtogar.

Heilbrigðiskerfi, menntakerfi, trúarbragðakerfi, fjármálakerfi, stjórnmálakerfi og svo framvegis … upplausn.“

Og stjörnuspekingurinn þekkti spyr eðlilega, hvað sé framundan?

Í færslu sinni á fésbókinni kemur hann ekki með beint svar, en að hætti alvöru spámanna segist hann munu skrifa meira um þetta á næstu dögum og vikum.

Við bíðum spennt og Viljinn mun fylgjast með…