Af tilefni sumarsólstöðu mun Gunnella vera með sumarsólstöðusýningu á nýjum málverkum í Galleríinu, Skólavörðustíg 20, laugardaginn 24.júní, klukkan 14 – 18.
Gunnella hefur starfað í myndlistinni um árabil, hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín , haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér og erlendis. Tvær bækur hafa verið skrifaðar útfrá verkunum hennar og komu út hér á landi , í Bandaríkjunum og Kóreu. New York Times valdi fyrri bókina sem best myndskreyttu barnabókina það árið. “Ég myndskreytti samt ekki bækurnar, því myndirnar voru til staðar, áður en sagan var skrifuð. Sögurnar voru skrifaðar út frá myndunum.”, segir Gunnella. “Myndefnið á þessari sýningu verður það sama og ég hef unnið með áður.” “Ég sæki myndefnið í þekkt umhverfi en stundum óþekkt og skáldað, en alltaf er það íslenskt landslag, bæirnir, húsin og mannlífið. Landið togar í huga og hjarta og gefur mér endalausan innblástur og ræturnar eru sterkar.”
Gunnella stofnaði Galleríið, Skólavörðustíg 20 ásamt stöllu sinni Laufeyju Jensdóttir og nokkrum kollegum í listinni. Galleríið opnaði um miðjan júní í fyrra og er það samstarfsgallery listamanna sem allir vinna í ólíka listmiðla.
Reksturinn er að komast í eðlilegt horf eftir nokkurra vikna lokun vegna Covid og við horfum björtum augum til framtíðarinnar. Sumarið er yndislegur tími, menn fyllast orku og bjartsýni og sumarsólstöðum fylgja einstakar upplifanir tengdar birtutilbrigðum og björtum nóttum. Okkur finnst því full ástæða til að fagna því með ýmsum viðburðum í Galleríinu.
Auk sýningar nýjum verkum eftir Gunnellu þá mun Galleríið vera með kvöldopnun miðvikudaginn 24. júní til kl. 21 um kvöldið hið minnsta.
Þar verða kynnt fjölbreytt úrval prentverka eftir Harald Bilson sem eru nýkomin í sölu á Galleríinu en við erum mjög stolt að fá verkin hans inní Galleríið.
Laufey Jensdóttir annar eigandi Gallerísins, kynnir nýja geometríska fugla í regnbogalitunum. Þeir eru handmótaðir í steinleir og því hver og einn með sína sérstöðu.
Grafíski hönnuðurinn Kristjana S. Williams sem býr og rekur vinnustofu sína í London er ein listamannanna í Galleríinu og mun hún veita 15% afslátt af sínum einstöku púðum, dagana 24.-28.júní.
Auk ofangreindra er að finna verk eftirtalinna listamanna í Galleríinu og því stendur það sannarlega undir merkjum fjölbreytileikans.
Ása Heiður – blönduð tækni
Erna Jónsdóttir – skúlptúr, leir listaverk
Jón Baldur Hlíðberg – vatnslitaverk
Kolbrún Friðriksdóttir – olíumálverk
Kristín Hálfdánardóttir – olíumálverk, blönduð tækni
Margrét Zophoníasdóttir – olíumálverk
Ólöf Einarsdóttir – textílverk og blönduð tækni
Óskar Thorarensen – vatnslitaverk
Sara Vilbergsdóttir – akrylmálverk og skúlptúr
Sigurður Sævar Magnúsarson – olíumálverk
Thomas Fleckenstein – ljósmyndaverk
Vilborg Gunnlaugsdóttir – vatnslitaverk
Þorgrímur Andri Einarsson – olíumálverk
Birtan og listin eiga það sammerkt að kæta og gleðja og við hlökkum til að taka á móti sem flestum í Galleríið þessa daga sem endranær.