Sunnudagssagan: Óhreina tauið eftir Paulo Coehlo

Eftir Paulo Coehlo:

Ung hjón höfðu flutt í nýtt hverfi.

Næsta dag yfir morgunverðinum, sá unga konan nágranna sinn hengja óhreina tauið út til þerris.

„Tauið er enn óhreint; hún kann greinilega ekki að þvo það almennilega. Kannski þarf hún betra þvottaefni.“

Eiginmaður hennar horfði á, en sagði ekki neitt.

Í hvert sinn sem nágrannakonan hengdi þvott sinn út til þerris, sagði unga konan það sama.

Mánuði síðar sá hún sér til undrunar hve hreinn og fínn þvotturinn á snúrum nágrannakonunnar var orðinn og sagði við mann sinn: „Sjáðu, hún hefur loksins lært að þvo almennilega. Hver skyldi hafa kennt henni það?“

Eiginmaðurinn svaraði: „Ég fór snemma á fætur í morgun og þreif gluggana.“

Og þannig er það með lífið… Það sem við sjáum í fari annarra fer eftir því hversu gott útsýnið er frá okkar bæjardyrum.

Verum því ekki of fljót að dæma aðra, sérstaklega ekki ef viðhorf þitt til lífsins litast sumpart af reiði, afbrýðisemi, neikvæðni eða óuppfylltum óskum.

„Að dæma manneskju segir ekkert um það hver hún er. En allt um það hver þú ert.“

Góðan daginn!

Paulo Coehlo, f. 1947, er fæddur í Brasilíu. Hann er einn þekktasti rithöfundur okkar tíma og bók hans, Alkemistinn, ein mest selda bók seinni ára.