Grjótkast Kristrúnar og Þorgerðar Katrínar uppfullt af fréttapunktum

Óhætt er að segja að Grjótkast dagsins hjá Birni Inga sé fullt af fréttapunktum, enda gestirnir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.

Rætt er um vaxandi líkur á þjóðaratkvæðagreiðslu um að endurvekja aðildarviðræður við Evrópusambandið, skatta og heilbrigðismál og fram kemur að Alma Möller landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sé heilbrigðisráðherraefni flokksins.

Kristrún tjáir um mál Þórðar Snæs Júlíussonar, Þorgerður lýsir því hvernig Viðreisn tæklaði það vandamál að þykja helst til leiðinlegur flokkur og setur fram harða gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn sem vakið hefur mikla athygli.

„Við skulum vera hrein og bein með það að Sjálf­stæðis­flokkurinn er hvorki stjórntækur í borginni eins og sakir standa né á landsvísu,“ sagði Þor­gerður.

Björn Ingi bregst þá við: „Var for­maður Viðreisnar, fyrr­verandi vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, að segja Sjálf­stæðis­flokkurinn sé ekki stjórntækur í landsmálunum heldur?“

Björn Ingi bætti þá við að hann væri nægi­lega gamall til að vita hvenær hann heyrir stórar yfir­lýsingar og „þetta var stór yfir­lýsing.“