„Öll elskum við Ingu Sæland, sem hefur raunverulegan áhuga á að gera vel við ákveðna hópa. Hún lætur staðreyndir og veruleikann ekki trufla tilfinningar sínar,“ segir Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fv. þingmaður, um Flokk fólksins sem hefur töluvert sótt í sig veðrið í skoðanakönnunum að undanförnu.
Og hann heldur áfram:
„Held samt að öllum ætti að vera ljóst að hugmyndir hennar og Flokk fólksins munu ekki bæta kjör nokkurs manns. Trúi tæplega að kjósendur vilji eyðileggja lífeyrissjóðakerfið og senda börnum og barnabörnum sínum reikninginn. Því miður er Flokkur fólksins með skaðlegustu stefnuna af öllum, eiginlega á pari við Sósíalistaflokkinn,“ bætir hann við í færslu sinni.