Grjótkastið: Tilfinningaþrungið uppgjör borgaralega þenkjandi fólks

Í eftirminnilegu Grjótkasti mætast þau Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen og ræða við Björn Inga Hrafnsson um erfiða stöðu ríkisstjórnarflokkanna og Sjálfstæðisflokksins sérstaklega, ruglið með borgarlínuna, skattamál og vandræði Samfylkingarinnar, ris Viðreisnar, möguleikann á borgaralegri ríkisstjórn og útþenslu báknsins á öllum sviðum.

Brynjar skýrir afsögn sína sem varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins fyrr á árinu og viðurkennir að hann hafi neitað að koma inn sem varaþingmaður þar sem hann gæti ekki stutt fráfarandi ríkisstjórn.

Kynnt er ný könnun Maskínu fyrir Viljann um viðhorf til hægri/vinstri ríkisstjórnar.