Víðir kallaður Kvíðir og þríeykið réði ekki öllu

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans birti í gærkvöldi nýtt Grjótkast af dýrari gerðinni: Víðir Reynisson er hættur að halda upplýsingafundi og kominn í pólitík, hvernig kom það til og við hverja ræddi hann í aðdragandanum? Þarf að gera Covid-tímabilið upp? Hvernig sér hann deilur Kristrúnar og Dags?

Miðflokkur mælist með hörkufylgi í Norðvestur, en samt flytur Bergþór Ólason sig um set. Hvers vegna? Skipta upprifjanir á Klaustursmálum máli í þessari kosningabaráttu? Eru sjálfstæðismenn pirraðir á Miðflokknum? Hvernig þróast kosningabaráttan? Og hvaða ríkisstjórn fáum við?

Grjótkastið er hluti af Hlaðvarpinu Björn Ingi á Viljanum, og fáanlegt á öllum helstu streymisveitum, en hægt er að hlýða á samtal oddvitanna í spilaranum hér að neðan. Þess má geta að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verða viðmælendur Björns Inga í Grjótkastinu nk. sunnudag.