Stjórnmálaspjall Kjarval fer í gang þennan veturinn á morgun, miðvikudaginn 25. september, og fer vel á því þar sem spennan í íslenskum stjórnmálum er orðin næsta áþreifanleg.
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, tekur í stjórnmálaspjallinu á móti góðum gestum í arinstofunni á 4. hæðinni í Vinnustofu Kjarval í Austurstrætinu kl. 17.
Fyrsti gestur vetrarins er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarræða, sem mætir til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum og vegferðina sem Sjálfstæðisflokkurinn er á.