Brynjar Níelsson afsalar sér varaþingmennsku

Brynjar Níelsson, lögmaður og fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Forseti Alþingis las við upphaf þingfundar í morgun upp tilkynningu frá Brynjari Níelssyni, fv. þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem verið hefur varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi á yfirstandandi kjörtímabili.

Í tilkynningu forseta kom fram að Brynjar afsali sér formlega varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá þessum degi að telja og muni því ekki framar taka sæti á þingi fyrir hönd flokksins.

Skv. heimildum Viljans hyggst Brynjar láta af pólitískum afskiptum og snúa sér að öðrum störfum, þar á meðal mun hann taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar Íslands sem til stendur að setja á laggirnar, eftir ákvörðun Alþingis þar að lútandi sl. vor.