Íslensk­t áfeng­i stendur höllum fæti gagn­vart er­lendri sam­keppni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í baksýn. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að almenningur hér á landi hafi getað flutt eigið áfengi til landsins allt frá árinu 1995. Einkaréttur ÁTVR hafi í raun réttri verið afnuminn þá og fjölmargir kaupi áfengi í versl­un­um er­lend­is og láta senda heim til sín á Íslandi.

Hún segir í færslu á fésbókinni í dag, að sam­hliða auknu val­frelsi neyt­enda og alþjóðavæðingu hafi ósk al­menn­ings um aukið frjáls­ræði í áfeng­is­lög­gjöf farið vax­andi. Þess vegna hafi hún lagt fram frum­varp til breyt­inga á áfeng­is­lög­um í samráðsgátt stjórnvalda, en það miðar að því að heim­ila sölu áfeng­is í gegn­um vef­versl­an­ir, inn­lend­ar sem er­lend­ar.

Sjá athugasemdir við frumvarp í samráðsgáttinni um breytingar á áfengissölu.

„Íslend­ing­ar kaupa hlut­falls­lega meira af er­lend­um áfengis­teg­und­um en íbú­ar ná­granna­landa okk­ar gera. Íslensk­ir áfeng­is­fram­leiðend­ur hafa staðið höll­um fæti gagn­vart er­lendri sam­keppni, um ára­bil meðal ann­ars vegna þess að er­lend­ir áfeng­is­fram­leiðend­ur hafa greiðan aðgang að ís­lensk­um neyt­end­um í gegn­um aug­lýs­ing­ar og net­versl­un á meðan ís­lensk­ir fram­leiðend­ur hafa það ekki. Það er því fullt til­efni til að end­ur­skoða lög­gjöf um áfengisaug­lýs­ing­ar í ná­inni framtíð.

Nú­ver­andi lagaum­hverfi fel­ur í sér ójafn­ræði milli inn­lendr­ar og er­lendr­ar versl­un­ar, sem er ósann­gjarnt og fer gegn hags­mun­um neyt­enda. Fá, ef ein­hver dæmi, má finna í ís­lensk­um lög­um þar sem al­menn­ingi er heim­ilt að kaupa vör­ur frá er­lend­um versl­un­um til inn­flutn­ings, en mega ekki kaupa sömu vöru af ís­lenskri versl­un. Inn­lend­ir fram­leiðend­ur hafa gripið til þess ráðs að selja afurðir sín­ar til út­landa, til sölu í er­lend­um vef­versl­un­um, oft­ar en ekki til ís­lenskra neyt­enda. Við get­um farið bet­ur með fjár­muni og hugað bet­ur að lofts­lags­mál­um.

Fjöldi sölustaða áfeng­is hef­ur marg­fald­ast frá ár­inu 1995 í sam­ræmi við áhersl­ur og kröf­ur neyt­enda. Frum­varpið hrófl­ar ekki við al­menn­um versl­un­ar­rekstri ÁTVR og fel­ur ekki í sér til­lög­ur um breyt­ingu á áfeng­is­stefnu, áhersl­um í lýðheilsu­mál­um eða tekju­öfl­un rík­is­ins á þessu sviði. Með því að heim­ila sölu áfeng­is í gegn­um vef­versl­an­ir er ekki verið að auka sýni­leika áfeng­is í ís­lensku sam­fé­lagi. Í þeim til­vik­um þar sem neyt­end­ur sækja áfengið á starfs­stöð leyf­is­haf­ans, þarf leyf­is­haf­inn að gæta þess að áfengi sé ekki til sýn­is á starfs­stöðinni.

Sömu al­mennu skil­yrði verða sett fyr­ir vef­versl­un­ar­leyfi, eins og öðrum leyf­um sem fjallað er um í áfeng­is­lög­um. Ein­stak­ling­ar og lögaðilar munu al­mennt geta fengið slíkt leyfi, hafi þeir náð til­skild­um aldri og til­kynnt rík­is­skatt­stjóra um at­vinnu­starf­semi sína.

Verði frum­varpið að lög­um er stigið mik­il­vægt skref í átt að auknu jafn­ræði, frelsi og sam­keppni inn­lendr­ar versl­un­ar við þá er­lendu,“ bætir Áslaug Arna við.