Lækka vextir? Alþingiskosningar geta dregið úr óvissu

Eftir langvarandi deilur á stjórnarheimilinu hefur forsætisráðherra beðist lausnar og kosið verður í lok nóvember. Þær kosningar geta dregið úr óvissu, þar sem líklegt er að ný ríkisstjórn móti sér efnahags- og atvinnustefnu til framtíðar. Vinna þarf á gríðarlegri innviðaskuld, ráðast í átök í orkuöflun, tryggja áframhaldandi lífsgæði og sækja fram í þeim efnum.

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi ræða við Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, um stöðuna, komandi vikur og mánuði.