Það er tíðindasamt í pólitíkinni, enda stutt í að þing komi saman, fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar verði gert opinbert og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytji stefnuræðu sína.
Alþingi verður sett þriðjudaginn 10. september. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 11. september.
Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 fer fram fimmtudaginn 12. september og föstudaginn 13. september.
Starfsáætlun komandi þings hefur nú verið gerð opinber og má kynna sér hana hér.