„Kæru aðstandendur. Sú erfiða staða er komin upp að 7 heimilismenn og nokkrir starfsmenn hafa greinst með Covid 19. Smit þessi eru á deild A2 og er sú deild lokuð.“
Þannig hljóða skilaboð sem aðstandendur vistmanna á hjúkrunarheimilinu Grund fengu send í morgun. Þar er fólk beðið um að takmarka heimsóknir á Grund og virða allar sóttvarnareglur.
„Við viljum ekki að börn komi í heimsókn á meðan á þessu stendur. Flestir heimilismenn og starfsmenn eru þríbólusettir og við bindum vonir við að veikindin verði væg,“ segir þar ennfremur.