Öfga­full­ur komm­ún­isti sem virðist hata allt nema rík­is­rekst­ur

Hvalskurður í Hvalfirði. / Ljósmynd: Útvarp Saga.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, segir Vinstri græn hafa endurskilgreint orðin „meðal­hóf í stjórn­sýslu“ með stjórnsýslu Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu og óvæntu banni við hvalveiðum sem sett var á í vikunni, daginn áður en veiðar áttu að hefjast að þessu sinni. Atvinna um tvö hundruð manns er þar með í uppnámi og tekjutap blasir við fyrirtækinu og starfsfólki þess.

Kristján segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að með þessu séu Vinstri græn að prófa sig áfram með það hversu langt þeir geta gengið.

„Ef þetta held­ur áfram svona og þeir verða látn­ir kom­ast upp með það er voðinn vís fyr­ir at­vinnu­lífið.“

Og hann bætir við:

„Það sem hér er á ferðinni er að öfga­full­ur komm­ún­isti stjórn­ar mat­vælaráðuneyt­inu og virðist hata allt nema rík­is­rekst­ur. Hún er greini­lega að máta sig við nýja stjórn­ar­hætti. Það er að mínu mati með ólík­ind­um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skuli hafa af­hent henni mat­vælaráðuneytið.“