Sannleikurinn eða starfsframinn?

Eftir Guðbjörn Guðbjörnsson:

Allt sem ég hef spáð fyrir um síðan 2015 er því miður að rætast. Þýðingar mínar á ritrýndum blaðagreinum úr virtum tímaritum á borð Die Zeit og Die Welt, urðu næstum til þess að ég yrði áminntur fyrir brot í opinberu starfi. Slík var ‘fanatíkin’ á árunum eftir 2015-2016, þegar „Willkommenskultur“ réði ríkjum bæði hér á landi og um alla Evrópu.

Mér finnst rétt að lýsa þessu yfir núna, því ástandið, sem ég hafði áhyggjur af hefur auðvitað raungerst. Kannski ætti ríkið – og þar með þjóðin – að eftirláta alvöru sérfræðingum í landamæra-, lög- og tollgæslu eftir það sem þeir best kunna, þ.e.a.s. landamæra-, lög- og tollgæsla.

Formenn landssambanda lögreglu, landamæravarða og tollgæslu um alla Evrópu – líkt og ég er var á þessum tíma og er enn – vöruðu við þessu ástandi ítrekað allt frá 2015-2016 og reyndar miklu fyrr, en þær viðvaranir komust ekki til Íslands. Við erum óttalegt ‘blóðmöra-, lifrapilsu- og súrsaðra hrútspungasamfélag (í bland við kæstan hákarl) – trúum aðeins því besta upp á næsta mann, og það er einhvernveginn fallegt, en ekki raunsætt. Við höfum t.a.m. aldrei heyrt um saksóknara (eða vararíkissaksóknara), sem urðu að leita verndarvitnisprógramms nema í Bandaríkjunum – en það hef ég -, en þeir eru einnig til innan ESB, t.a.m. í Svíþjóð. Við höfum logið að okkur sjálfum.

Við sem erum í framlínunni – t.a.m. lögreglustjórar, yfirlögregluþjónar auk yfirmanna tollgæslu urðum að snarhalda kjafti, en þekkjum ótal dæmi um margt sem við hefðum kannski átt að segja ykkur, en pólítíkin hreinlega stoppaði. Og ráðherra stoppar flesta, þótt til séu menn eins og – vararíkissaksóknari – eða ég – sem teljum SANNLEIKANN – mikilvægari en okkar ‘karríer’.

Slíkt fólk elskar þjóðina sína og landið sitt og það orðið glæpur eins og maður sé nasisti eða fasisti. Þessu hafna ég.

Svikararnir eru í öðrum stjórnmálaflokkum. Kannski er ég löggæslumaður en að mati annarra glæpamaður.

Höfundur er stjórnsýslufræðingur, yfirtollvörður og formaður Tollvarðafélags Íslands.